Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 10. febrúar 2004 kl. 22:42

Karfan: Keflavík vinnur Breiðablik

Keflvíkingar báru sigurorð af Breiðabliki í Smáranum í kvöld, 105-98. Í byrjun leiks virtist sem Keflvíkingar væru ekki komnir niður á jörðina eftir bikarsigur helgarinnar, en þá náðu heimamenn frumkvæðinu og leiddu með 6 stigum 26-20 eftir fyrsta leikhluta. Þá tóku gestirnir loks við sér og náðu yfirhöndinni í leiknum og í þriðja leikhluta voru þeir komnir með þægilega 20 stiga forystu og gátu leyft sér að slaka á klónni og hvíla lykilmenn. Til dæmis léku Bradford og Allen ekki eina einustu mínútu í síðasta fjórðungi þar sem Blikar söxuðu verulega á forskotið, en munurinn var of mikill og sigur var í höfn hjá Keflvíkingum.

Falur þjálfari var sáttur við leik sinna manna í kvöld. „Þetta var ágætt. Við erum á beinu brautinni og vonandi verðum við þar sem lengst.“

Stigahæstir:

Keflavík: Bradford 22, Allen 18/11, Hjörtur 13, Jón Norðdal 12/9

Breiðablik: Pálmi Sigurgeirsson 35, Loftur Einarsson 14, Uros Pilipovic 13.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024