Karfan: Keflavík Íslandsmeistari í stúlknaflokki
Keflavík varð um helgina Íslandsmeistari í stúlknaflokki þegar þær lögðu Snæfell 41-56 í úrslitaleik í DHL-höllinni.
Leikurinn var jafn í byrjun en öðrum leikhluta fór lið Keflavíkur að sækja í sig veðrið og auka muninn. Staðan í hálfleik var 32-20 fyrir Keflavík, sem hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og sigraði að lokum með 15 stiga mun 56-41.
Stigahæst hjá Keflavík var María Ben Jónsdóttir með 15 stig en hún var valin besti maður leiksins. Hún hirti 8 fráköst og varði 6 skot.
Mynd www.karfan.is