Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karfan.is - Davíð Ingi er ruslakarlinn í Grindavíkurliðinu
David Ingi Bustion átti frábæran leik fyrir Grindavík í gær. VF-Mynd/JJK
Föstudagur 26. apríl 2013 kl. 11:07

Karfan.is - Davíð Ingi er ruslakarlinn í Grindavíkurliðinu

David Ingi Bustion átti frábæra innkomu í lið Grindavíkur í gær sem lagði Stjörnuna af velli í..

Davíð Ingi Bustion átti frábæra innkomu í lið Grindavíkur í gær sem lagði Stjörnuna af velli í Ásgarði. Þar með náði Grindavík að jafna stöðuna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og fer fram hreinn úrslitaleikur á sunndag í Röstinni.

Davíð Ingi barðist af krafti undir körfunni í leiknum og tók 13 fráköst á þeim 18 mínútum sem hann lék. Hann tók átta sóknarfráköst í leiknum og stóð sig einnig frábærlega í vörninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Björn Ólafsson á Karfan.is ræddi við Davíð Inga að leik loknum. Davíð var meðal annars spurður hvort hann væri ruslakarlinn í liðinu? „Ég fíla ekki það nafn, þetta er ekki rusl – mér finnst þetta gaman,“ segir Davíð Ingi meðal annars. Nánar má heyra í Davíð Inga í viðtalinu hér að neðan.

www.karfan.is