Karfan í kvöld: Stálin stinn í Njarðvík
Njarðvík og KR mætast í Intersport deild karla í kvöld, leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst hann kl. 19.15. Liðin hafa löngum eldað grátt silfur saman og hið sama mun vafalaust vera uppi á teningnum í kvöld.
Keflvíkingar taka á móti Haukum í „Sláturhúsinu“ kl. 19.15 og eru staðráðnir í því að hefna ófaranna úr Hólminum þegar þeir lutu í gólf gegn Snæfellingum á dögunum.
Grindvíkingar herja á Borgarnes í kvöld og hefst leikurinn á sama tíma og hinir eða kl. 19.15. Grindvíkingar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni en Skallagrímur er með 50% vinningshlutfall, hafa tapað einum og unnið einn.
Í 1. deild kvenna mætast Haukar og Grindavík að Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 19. 15. Haukastúlkur hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum en Grindvíkingar unnið sína tvo.
VF-mynd/ úr safni