Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karfan í gang hjá körlunum
Miðvikudagur 29. ágúst 2012 kl. 10:38

Karfan í gang hjá körlunum

Reykjanes Cup Invitational 2012 mun verða haldið í kringum Ljósanæturhelgina líkt og undanfarin ár.

Reykjanes Cup Invitational mótið í körfubolta karla mun verða haldið í kringum Ljósanæturhelgina líkt og undanfarin ár. Mótið verður leikið á þremur dögum, dagana 29. til 31. ágúst. Fjögur lið eru skráð til leiks en það eru Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Snæfell. Fyrstu leikirnir verða í kvöld, miðvikudaginn 29. ágúst í íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut þar sem Keflavík mætir Grindavík kl. 18:30 og Njarðvík mætir Snæfelli kl. 20:30.

Leikjaröðin er annars hér að neðan en hún er fengin af www.karfan.is:

Miðvikudagur 29. ágúst               - leikið á Sunnubraut í Keflavík
18:30     Keflavík - Grindavík
20:30     Snæfell – Njarðvík

Fimmtudagur 30. ágúst                 -leikið í Ljónagryfjunni í Njarðvík
18:30     Njarðvík – Grindavík
20:30     Snæfell – Keflavík

Föstudagur 31. ágúst                     - leikið á Sunnubraut í Keflavík
18:30     Grindavík – Snæfell
20:30     Keflavík - Njarðvík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024