Karfan: Hraðmót kvenna hefst í kvöld
Hraðmót UMFN og Kosts fer fram nú í vikunni í Ljónagryfjunni og hefst fjörið í kvöld þegar að A-riðill er leikinn. Átta lið eru skráð til leiks. B-riðill er svo leikinn á morgun og úrslitin á föstudaginn.
Hraðmótið er talið gott til undirbúnings fyrir öll liðin nú þegar styttist upphaf Íslandsmótsins. Liðin sem taka þátt eru UMFN, Grindavík, KR, Keflavík,Snæfell, Hamar auk U18 ára landsliðsins sem skipt er í tvö lið.
Sjá nánar um mótið á heimasíðu UMFN hér