Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Karfan: Heil umferð í kvöld
Fimmtudagur 19. janúar 2006 kl. 10:17

Karfan: Heil umferð í kvöld

Heil umferð verður leikin í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík eiga heimaleiki en Keflavík sækir Skallagrím heim.

Í Ljónagryfjunni er mikill toppslagur þar sem Njarðvíkingar, sem verma toppsætið, mæta KR, sem er í 3. sæti. Vesturbæingar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið en hafa ekki haft mikið upp úr leikjum sínum í Njarðvík undanfarin ár.

Grindavík mætir nýliðum Þórs frá Þorlákshöfn í Röstinni í kvöld. Grindavík vann fyrri leik liðanna í vetur, með naumindum þó, en verða að teljast sigurstranglegir á heimavelli.

Leikirnir hefjast kl. 19.15

VF-mynd/JBÓ Úr fyrri leik Njarðvíkur og KR í vetur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024