Karfan: Halldór Karlsson dæmdur í eins leiks bann
Halldór Karlsson, leikmaður Njarðvíkur í Intersport-deildinni, var í vikunni dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KKÍ. Halldór fékk brottrekstrarvillu í leik Snæfells og UMFN þann 26. febrúar sl. Halldór tekur bannið út í fyrsta leik Njarðvíkinga í úrslitakeppninni.
Auk þess má nefna að vegna brota á launaþaksreglum KKÍ var Tindastólsliðið dæmt til refsingar. Hún mun felast í því að Tindastóll geti ekki endað ofar í Intersportdeildinni en lið sem er með jafnmörg stig og þeir. Þ.e. ef liðið endar með jafnmörg stig í deildinni og eitthvað annað lið munu innbyrðisviðureignir ekki skipta máli heldur verður það alltaf neðar. Það þýðir að Njarðvíkingar eru ekki lengur í hættu um að missa 4. sæti deildarinnar og með því heimavallarréttinn, því Tindastóll getur einungis náð þeim að stigum, en liðin eigast við á Króknum í kvöld í lokaumferð Intersport-deildarinnar.