Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 29. febrúar 2004 kl. 13:06

Karfan: Grindavík vann ÍR með fáheyrðum mun í gær

Grindavík gjörsigraði lið ÍR í 1. deild kvenna í körfubolta í gær og tryggði sér þannig sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Lokatölur voru 110-48 og var þetta stærsti sigurinn í deildinni í vetur.

Varla þarf að taka fram að Grindvíkingar, sem léku á heimavelli, höfðu örugga forystu allt frá byrjun og voru komnar með 29 stiga forystu, 35-6, strax eftir fyrsta leikhluta! Í hálfleik var 33 stiga munur 56-23 og seinni hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt og endaði í 62 stigum.

 

Stigahæstar:

Grindavík:Tardy 22/13, Ólöf 20/13, Erna 14, Jovana 12, Sólveig 12, Guðrún 12, Petrúnella 10.

ÍR: Hrefna Gunnarsdóttir 20, Anna Kjartansdóttir 10.

 

Hér má finna tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024