Karfan fer í gang í kvöld
Reykjanesmótið í körfuknattleik karla hefst í kvöld.
Fyrsta umferðin fer fram í Grindavík en þar mætast Haukar og Njarðvík klukkan 19 og Grindavík og Keflavík klukkan 21.
Liðin mæta líklega til leiks án erlendra leikmanna, en einhverjar líkur eru á að Grindavík og Haukar fá leikheimild fyrir sína menn í gegn fyrir mót.
Næstu leikir eru í Keflavík á þriðjudag þegar Grindavík leikur við Hauka og Njarðvík við Keflavík. Þá verður leikið í Njarðvík fimmtudaginn 16. september og mætast Keflavík og Haukar í fyrri leiknum en í þeim sienni mætast Njarðvík og Grindavík.
Úrslitakvöldið verður svo mánudaginn 20. september á Ásvöllum og verður leikið um þriðja sætið klukkan 19 en úrslitaleikurinn verður kl. 21.