Karfan: Fannar verður með í kvöld
Fannar Ólafsson verður að öllum líkindum með Keflvíkingum í kvöld þegar þeir etja kappi við Grindavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik.
Fannar sneri sig illa undir lok fyrsta leiks liðanna, en hefur náð sér samkvæmt heimasíðu Keflvíkinga.
Hjörtur Harðarson hefur hins vegar ekki náð sér af sýkingu í eyra og verður ekki með í kvöld. Vonast er til að hann verði leikfær fyrir þriðja leikinn.