Karfan er sex ára
Vefsíðan Karfan.is fagnar í dag sex ára afmæli sínu. Fyrrum starfsmaður Víkurfrétta, Njarðvíkingurinn Jón Björn Ólafsson, setti síðuna á laggirnar á þessum degi árið 2005 ásamt fleiri góðum mönnum, en síðan fór hljóðlega af stað eins og segir í pistli sem Jón Björn skrifar í pistli á síðunni í dag. Þar segir hann lesendahópinn hafa vaxið ört á þessum sex árum og skipar nú þúsundir daglega. Síðan hefur unnið kraftmikið starf á þessum árum og unnið óeigingjarn í þágu körfuboltans á Íslandi.
Tilurð Karfan.is var sú að stofnendur síðunnar sáu glöggt að víða var pottur brotinn í umfjöllun um íslenskan körfuknattleik og þá sér í lagi þegar tekið er tillit til neðri deilda og yngri flokka. Síðunni er ekki ætlað að keppa í umfjöllun við fjölmiðla landsins enda hefur Karfan.is allt frá upphafi verið rekin af sjálfboðaliðum sem gefið hafa vinnu sína og tíma til handa íþróttinni.
Til hamingju með daginn Karfan.is!
Mynd: Jón björn Ólafsson, geta skal þess að myndin er tekin í marsmánuði.