Karfan af stað á ný
Á morgun, þann 4. janúar hefst körfuboltinn á ný hjá körlunum en þá er leikin heil umferð. Keflvíkingar leika úti gegn ÍR að þessu sinni en bæði Njarðvíkingar og Grindvíkingar eiga heimaleiki. Njarðvíkingar taka á móti Snæfellingum og Grindvíkingar taka á móti Tindastólsmönnum. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Á laugardag fara stelpurnar af stað og eiga Suðurnesjaliðin þrjú öll heimaleiki að þessu sinni. Klukkan 15:30 fá Njarðvíkingar Fjölni í heimsókn en klukkustund síðar mætast Grindvíkingar og KR-ingar annars vegar og Keflavík og Haukar hins vegar.