Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karfan að hefjast: Grindavík og Haukar mætast í kvöld
Miðvikudagur 15. september 2010 kl. 08:46

Karfan að hefjast: Grindavík og Haukar mætast í kvöld


Keppnistíðin í körfuknattleik byrjar í kvöld með leik karlaliða Grindvíkut og Hauka í Lengjubikarnum. Sem kunnugt er hafa Grindvíkingar titil að verja. Leikið verður í Grindavík og hefst leikurinn kl. 19:15.

Nokkrar breytingar hafa orðið á Grindavíkurliðinu í sumar.  Arnar Freyr Jónsson ákvað að ganga til liðs við danskt lið eftir stutta viðkomu hjá Keflavík. Brenton er hættur og Darel Flake fór til Skallagríms.
Helgi Björn Einarsson hefur ákveðið að koma aftur heim frá Haukum og Keflvíkingurinn Almar Guðbrandsson, sem spilaði með KFÍ á síðasta tímabili, er mættur í herbúðir Grindvíkinga. Einnig hefur verið samið við bandaríska leikstjórnandann Drey Smith
 
Haukarnir eru nýliðar í deildinni í vetur en þeir tefla fram tveimur erlendum leikmönnum og eru til alls vísir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024