Karfa yngri flokka: Tveir bikartitlar til Suðurnesjaliða
Bikarúrslit yngri flokka kláruðust í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi í dag. Njarðvík og Grindavík unnu sitthvorn bikarmeistaratitilinn.
Í 11. fl. karla vann Fjölnir öruggan sigur á Keflavík 85-57, 9. karlafl. Njarðvíkur vann góðan sigur á Snæfellingum, 45-85, og hélt þannig uppi merki síns félags sem tapaði þremur úrslitaleikjum í gær. 9. fl. kvenna hjá Grindavík vann yfirburðasigur á liði Kormáks, 54-20, og að síðustu vann Fjölnir sigur á Grindavík í unglingaflokki karla, 75-84.