Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karfa: Keflavík b sigurvegari 1. deildar
Mánudagur 30. mars 2009 kl. 09:28

Karfa: Keflavík b sigurvegari 1. deildar


Keflavík b tryggði sér á laugardag sigur í 1. deild kvenna með sigri á Njarðvík 74-65 í framlengdum leik.  Leikurinn var gríðarlega jafn og skiptust liðin á forystunni. Undir lok leiks höfðu Njarðvík 4 stiga forystu en Keflavík náðu að komast einu stigi yfir.

Anna María Ævarsdóttir átti svo möguleika á að stela sigrinum með vítaskotum á síðustu sekúndum leiksins en hitti aðeins úr öðru og því var framlengt.  Keflavíkurliðið var töluvert sterkara í framlengingunni og varnarleikur þeirra þar tryggði þeim að lokum sigur í leiknum og þar með í deildinni.

Sjá nánar á www.karfan.is
---

Mynd/karfan.is – B-lið Keflavíkur hafði ástæði til að fagna á laugardaginn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024