Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karfa: 9.flokkur UMFN Íslandsmeistari karla
Mánudagur 27. apríl 2009 kl. 08:48

Karfa: 9.flokkur UMFN Íslandsmeistari karla


Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar í 9. flokki karla eftir öruggan sigur á KR í DHL-Höllinni þar sem síðari úrslitahelgi Íslandsmóts yngri flokka fór fram. Lokatölur leiksins urðu 79-62 Njarðvíkingum í vil en þeir gerðu endanlega út um leikinn snemma í þriðja leikhluta. Birgir Snorrason leikmaður UMFN var valinn besti maður leiksins með 21 stig og 5 fráköst en Birgir brenndi aðeins af einu skoti í öllum leiknum!
Valur Orri Valsson var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 23 stig, 10 stoðsendingar og 5 fráköst. Þá var Maciej Baginski með 20 stig og 11 fráköst.

Mynd/www.karfan.is – Íslandsmeistarar 9. flokks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024