Karfa: 206 sm leikmaður frá Makedóníu til Keflavíkur
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur fengið góðan liðsstyrk. Um er að ræða leikmann með makedónískt ríkisfang, Pilturinn heitir Zlatko Gocevski er 206 cm og 105 kg. Hann leikur stöðu 4 og 5. Er sagður fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað með bakið í körfuna, skotið 3ja stiga og „dræfað“ að körfunni.
Á síðustu leiktíð lék Zlatko með Vardar Osiguranje í Skopje. Vardar Osiguranje varð deildarmeistari í efstu deild Makedóníu eftir taplausa deildarkeppni en töpuðu í úrslitum fyrir Fershped Rabotnicki (Finals). Vardar Osiguranje lék einnig til úrslita í Makedónísku Bikarkeppninni og lutu einnig í lægra haldi fyrir Fershped Rabotnicki.
Zlatko Gocevski var lykilmaður hjá liði sínu. Skoraði að meðaltali 18,5 stig og tók 11 fráköst á síðasta tímabili.
Þess má einnig geta að Zlatko hefur leikið í efstu deild Makedóníu frá 16 ára aldri, þó ungur sé aðeins 23 ára, hefur hann leikið 6 tímabil í efstudeild. Þar að auki hefur hann leikið með öllum landsliðum Makedóníu (U17, U20 og Landsliðið).
KKDK væntir mikils af þessum leikmanni og þá er bara að vona að hann standi undir þeim væntingum, segir í tilkynningu frá Keflavík.
Myndin: Úr leik Keflavíkur og Snæfells á síðasta vetri. Þeim sem ekki þekkja til er spurn hvers vegna leikmenn þurfa að vera 206 sm á hæð ef körfuboltamenn eru svona oft í þessari stellingu sem sést á meðfylgjandi mynd. :)