Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karen varð önnur á Íslandsmótinu í holukeppni
Heiða og Karen Guðnadætur.
Þriðjudagur 1. júlí 2014 kl. 09:07

Karen varð önnur á Íslandsmótinu í holukeppni

- sigraði Heiðu systur sína í undanúrslitum á Hvaleyrarvelli

Kylfingurinn Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja náði frábærum árangri á Íslandsmótinu í holukeppni, Securitasmótinu, sem fram fór á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði. Karen endaði í öðru sæti en hún tapaði í úrslitaleiknum gegn Tinnu Jóhannsdóttur sem er úr Keili og var á heimavelli.

Karen lék gegn systur sinni, Heiðu Guðnadóttur, í undaúrslitum keppninnar en Heiða keppir fyrir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ. Heiða lék síðan um þriðja sætið á mótinu og þar hafði Guðrún Brá Björgvinsdóttir betur en hún er einnig úr Keili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karen lék gegn Sunnu Víðisdóttur úr GR sem er Íslandsmeistari í höggleik kvenna. Karen lék þrjá leiki í riðlakeppninni og vann hún þá alla og tryggði sér þar með efsta sætið í sínum riðli.

Heiða vann einnig allar viðureignir sínar í riðlakeppninni – en í hennar riðli voru þrír keppendur en ekki fjórir eins og í hinum sjö riðlum mótsins. Í þessum riðli var atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi og kom Heiða flestum á óvart með því að sigra á fyrstu holu í bráðabana en þær voru jafnar eftir 18. holur.

Kristján Þór Einarsson sigraði í karlaflokki en hann er í Kili Mosfellsbæ líkt og Heiða Guðnadóttir. Kristján Þór lék gegn Bjarka Péturssyni úr Borgarnesi í úrslitum.   

Karen Guðnadóttir.