Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Karen varð önnur á Íslandsmótinu í holukeppni
Heiða og Karen Guðnadætur.
Þriðjudagur 1. júlí 2014 kl. 09:07

Karen varð önnur á Íslandsmótinu í holukeppni

- sigraði Heiðu systur sína í undanúrslitum á Hvaleyrarvelli

Kylfingurinn Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja náði frábærum árangri á Íslandsmótinu í holukeppni, Securitasmótinu, sem fram fór á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði. Karen endaði í öðru sæti en hún tapaði í úrslitaleiknum gegn Tinnu Jóhannsdóttur sem er úr Keili og var á heimavelli.

Karen lék gegn systur sinni, Heiðu Guðnadóttur, í undaúrslitum keppninnar en Heiða keppir fyrir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ. Heiða lék síðan um þriðja sætið á mótinu og þar hafði Guðrún Brá Björgvinsdóttir betur en hún er einnig úr Keili.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Karen lék gegn Sunnu Víðisdóttur úr GR sem er Íslandsmeistari í höggleik kvenna. Karen lék þrjá leiki í riðlakeppninni og vann hún þá alla og tryggði sér þar með efsta sætið í sínum riðli.

Heiða vann einnig allar viðureignir sínar í riðlakeppninni – en í hennar riðli voru þrír keppendur en ekki fjórir eins og í hinum sjö riðlum mótsins. Í þessum riðli var atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi og kom Heiða flestum á óvart með því að sigra á fyrstu holu í bráðabana en þær voru jafnar eftir 18. holur.

Kristján Þór Einarsson sigraði í karlaflokki en hann er í Kili Mosfellsbæ líkt og Heiða Guðnadóttir. Kristján Þór lék gegn Bjarka Péturssyni úr Borgarnesi í úrslitum.   

Karen Guðnadóttir.
 

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025