Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karen unglingameistari
Miðvikudagur 21. júlí 2010 kl. 16:38

Karen unglingameistari

Karen Guðnadóttir hefur verið sigursæl á golfvellinum í sumar. Fyrstu helgina í júlí varð hún klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja en um síðustu helgi bætti hún við Íslandsmeistaratitli unglinga í höggleik en mótið fór fram í Vestmannaeyjum. Karen vann öruggan sigur í Eyjum og endaði sex höggum á undan næsta keppanda.

Karen fetaði í fótspor systur sinnar, Heiðu, en hún varð Íslandsmeistari unglinga fyrir þremur árum. Systurnar hafa síðustu fimm árin skipt á milli sín klúbbmeistaratitli GS. Nú um helgina verða þær systur í eldlínunni þegar Íslandsmót í höggleik þeirra bestu fer fram á Kiðjabergsvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024