Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karen stóð sig vel í Vestmannaeyjum
Miðvikudagur 12. júní 2013 kl. 07:53

Karen stóð sig vel í Vestmannaeyjum

Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja stóð sig vel á Securitas mótinu sem fram fór um helgina á Eimskipsmótaröðinni í golfi í Vestmannaeyjum. Karen hafnaði í þriðja sæti í mótinu á samtals 16 höggum yfir pari og varð þremur höggum á eftir Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK sem sigraði.

Þrír hringir voru leiknir í mótinu og lék Karen hringina á 75, 73 og 78 höggum. Systir hennar, Heiða Guðnadóttir, sem leikur fyrir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ, hafnaði í fimmta sæti í mótinu á 22 höggum yfir pari. Það voru því tvær Suðurnesjakonur meðal efstu fimm í mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024