Karen í 3. sæti í golfkeppninni á Smáþjóðaleikunum
Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja er í 3. sæti í einstaklingskeppninni í golfi á Smáþjóðaleikunum en leikið er á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Íslenska kvennalandsliðið í er með örugga forystu. Karen er ein þriggja keppenda Íslands í kvennaflokki.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er efst í kvennaflokknum á -4 samtals en hún lék á -1 í dag eða 71 höggi. Karen Guðnadóttir er í þriðja sæti á +6 (77-73) og Sunna Víðisdóttir er þar á eftir á +8 (74-78). Í liðakeppninni, þar sem tvö bestu skorin í hverri umferð telja, er íslenska liðið með gríðarlegt forskot - eða 24 högg.
Ísland er samtals á -1 eftir tvær umferðir, Mónakó kemur þar á eftir á +23 samtals og Lúxemborg er í þriðja sæti á +45.