Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karen hættir hjá GS af persónulegum ástæðum
Miðvikudagur 27. apríl 2011 kl. 15:31

Karen hættir hjá GS af persónulegum ástæðum

Karen Sævarsdóttir, golfkennari GS, hefur sagt starfi sínu lausu og er hætt störfum hjá GS. Hún hættir af persónulegum ástæðum að sögn Gunnars Þórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra GS. Karen tók við golfkennslu hjá klúbbnum fyrir síðasta golftímabil og starfaði því hjá klúbbnum í eitt og hálft ár.

„Karen hættir af persónulegum ástæðum. Við komum eiginlega af fjöllum þegar hún tilkynnti okkur þetta. Við hefðum helst af öllu viljað halda henni hjá klúbbnum,“ sagði Gunnar Þór en Karen hættir þegar skammt er í að golftímabilið hefist.

„Vissulega er slæmt að missa hana út þegar svona stutt er í að tímabilið hefist. Við leysum þetta eins og hvert annað verkefni. Við erum strax farnir að leita af nýjum kennara.“

Karen er áttfaldur Íslandsmeistari í höggleik kvenna og sigursælasti kvenkylfingur landsins frá upphafi. Hún snéri heim til Íslands fyrir nokkrum árum og starfaði við golfkennslu hjá Oddi áður en hún snéri heim í GS.

www.kylfingur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024