Karen aftur í toppbaráttu
Klúbbmeistari GS í 3. sæti á Eimskipsmótaröðinni
Karen Guðnadóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja hafnaði í 3. sæti á Símamóti í Eimskipsmótaröðinni í golfi um helgina. Keppnin í kvennaflokki var hörð og var Karen aðeins þremur höggum frá fyrsta sætinu. Mótið fór fram á Leirdalsvelli og voru spilaðir þrír hringir. Karen, sem varð klúbbmeistari GS fyrr í sumar, endaði mótið á 226 höggum.
Karen hafnaði einnig í 3. sæti á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, sem fram fór í júní og má sjá viðtal við hana hér.