Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karel stóð sig vel í Portúgal
Mynd frá Meisam Rafiei, landsliðsþjálfara.
Miðvikudagur 2. október 2013 kl. 06:53

Karel stóð sig vel í Portúgal

Keflvíkingurinn Karel Bergmann Gunnarsson tók þátt í Evrópumóti 15-17 ára í teakwondo á dögunum, en mótið fór fram í Portúgal. Karel náði fínum árangri en Keflvíkingurinn er einungis 15 ára gamall. Framundan er Scottish Open mótið þar sem stór hópur Keflvíkinga etur kappi. Liðið náði frábærum árangri á því móti í fyrra.

Karel keppti við sterkan danskan mótherja og stóð sig vel í Portúgal. Hann skemmdi sóknir Danans og náði að halda sinni fjarlægð í bardaganum. Eftir fyrstu lotu var staðan 1-0 Karel í vil og Daninn virtist ósáttur með sitt. Daninn kom því sterkur inn í aðra lotu og náði nokkrum stigum, en Karel hélt þó í við hann og eftir aðra lotu var hnífjafnt 3-3.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í síðustu lotu náði Daninn góðum sóknum og lenti þriggja stiga höfuðsparki sem breytti framgangi bardgans. Nú var Karel að tapa bardaganum og þurfti að sækja hart til að reyna að ná yfirhöndinni því tíminn var að renna út. Hann náði því ekki og Daninn sigraði bardagann.