Karel stóð í reyndum Frakka
Sandgerðingurinn Karel Bergmann Gunnarsson keppti á Evrópumóti fullorðinna í taekwondo um helgina. Karel er að keppa á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki en hann hefur verið einn reynslumesti unglingakeppandi landsins í fjölda ára. Karel keppti við Frakkann Steven Barclais, en hann er einn besti keppandi Frakka og hefur verið á verðlaunapalli bæði á HM og EM. Karel stóð vel í Frakkanum og skoraði nokkur góð stig. Karel meiddist eftir ólöglega tækni frá andstæðingnum og gat því miður ekki klárað bardagann en hann sýndi góða takta. Frakkinn endaði í 3. sæti á mótinu.