Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Karaktersigur hjá Víði
Þriðjudagur 6. febrúar 2007 kl. 15:08

Karaktersigur hjá Víði

Á sunnudag mættust Suðurnesjaliðin Víðir og Grindavík í æfingaleik í knattspyrnu í Reykjaneshöll. Skemmst er frá því að segja að Víðismenn fóru með sigur af hólmi í leiknum 3-2 og sýndu þeir mikinn karakter með því að landa sigri þar sem þeir lentu tvívegis undir í leiknum.

 

Alexander Veigar Þórarinsson kom Grindavík í 1-0 en Haraldur Axel jafnaði metin fyrir Víði. Enn á ný komust Grindvíkingar yfir með marki frá Orra Frey Hjaltalín en Víðismenn jöfnuðu skömmu síðar með marki frá Laden Jankovic og að lokum var það Atli Rúnar Hólmbergsson sem gerði sigurmark leiksins á 90. mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024