Kani skrifar undir hjá Keflavík
Körfuknatleiksmaðurinn Jason Kalsow, 201 sm framherji, skrifaði undir hjá Keflavík í dag. Jason kemur frá Wisconsin-Stewens háskólanum í Bandaríkjunum, sem spilar í 3 deild ( NCAA div 3) þar í landi. Wisconsin háskólinn hefur orðið meistari síðustu 2 árin í sinni deild. Hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar á síðasta ári sínu, var með 19 stig að meðaltali, 7 fráköst og 4.5 stoðsendingar í leik. Jason þykir fjölhæfur leikmaður og duglegur og telja Keflvíkingar víst að hann eigi eftir að nýtast þeim vel í vetur.