Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kanarnir komnir
Föstudagur 26. september 2003 kl. 09:19

Kanarnir komnir

Nýir liðsmenn meistaraliðs Keflavíkur í körfubolta tóku þátt í sinni fyrstu æfingu í gærkvöldi, en það eru þeir Nick Bradford og Derrick Allen. Bradford er 25 ára gamall og um tveir metrar á hæð, en hann hefur undanfarin ár leikið í neðri atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum og á árunum 1996 til 2000 lék hann með Kansas háskólanum. Allen er 23 ára gamall og rúmir tveir metrar á hæð en hann útskrifaðist úr háskóla í Bandaríkjunum í vor. Það verður spennandi að sjá til nýju leikmannanna, en þeir munu leika með Keflavíkurliðinu gegn Haukum í Smáranum í kvöld.

 

VF-ljósmynd: Derrick Allen og Nick Bradford á æfingu með Keflavíkurliðinu í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024