KALLAÐUR „PALLISTER"
Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga í körfuknattleik hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum undanfarið bæði vegna góðrar frammistöðu og vegna mikillar umræðu um meinta lyfjamisnotkun hans. Hann undirgekkst lyfjaprót eftir úrslitaleik Eggjabikarkeppninnar og skömmu síðar varð altalað að leikmaður Grindvíkinga hefði fallið á lyfjaprófi. Síðan það gerðist hafa fjölmiðlar farið hamförum og mikil umfjöllun um lyfjaprófun ÍSÍ almennt og refsingar við misnotkun hormónalyfja. Sjálfur hefur ekkert birst frá Páli sjálfum enda fjölmiðlar varast að nefna hann á nafn en hvað finnst honum um þetta mál allt saman. ,,Það kom gríðarlega á óvart og varð mér mikið áfall þegar Sigurður frá ÍSÍ hringdi í mig og sagði mér að það hefðu greinst ólögleg lyf í mér. Mér var kynnt að karlhormónamagnið (testererone) í mér hefði mælst 6,9 á móti einum en innan við 1% karlmanna hefði svo hátt magn af eðlilegum ástæðum.Ég var boðaður í annað lyfjapróf og niðurstaðan úr því var 4,6 á móti einum sem skv. upplýsingum mínum er eðlileg sveifla. Ekki nægði þetta og því var tekið einn eitt sýnið og niðurstaða ætti að birtast einhvern næstu daga. Strax eftir fyrstu niðurstöður spurðu ÍSÍ-menn mig hvort það væri ekki lagi að kynna fjölmiðlum stöðuna sem mér fannst mjög eðlilegt en umfjöllunin hefur farið út fyrir allan þjófabálk. Hérna heima í Grindavík hafa menn enga trú á að ég hafi haft rangt við en þessa langa bið eftir lokaniðurstöðu er farin að taka á taugarnar og umfjöllun fjölmiðla ekki til þess fallin að bæta líðanina. Það jákvæða er að ég hef ekki orðið fyrir neinu áreiti frá öðrum körfuknattleiksmönnum og þetta mál allt gleymist þegar í leikinn er komið. Ég óttast það helst að öll þessi neikvæða umfjöllun hafi áhrif á möguleika mína á því að fá tækifæri með landsliðinu eða öðrum úrvalsliðum KKÍ. Nú settir þú Íslandsmet í skoruðum þriggja stiga körfum og nýtingu gegn Val á dögunum. Voru þetta einhver skilaboð til þeirra sem völdu stjörnuliðið? „Nei, nei, ég ætlaði meira að segja ekkert að vera að skjóta þriggja stiga skotum í þessum leik heldur einbeita mér að því að leika inni í teignum. En svo hitti í ég úr fyrstu skotunum og þá var ekkert annað að gera en að halda áfram að skjóta. Mér kom aldrei til hugar að ég væri að slá eitthvað met.”Ertu besta íslenska langskyttan í dag? „Ég er það ef lið halda áfram að skilja mig eftir í opnum skotfærum“. JAKPáll Axel með 41 stigPáll Axel Vilbergsson sýndi vanþóknun sína á vali leikmanna til þátttöku í Stjörnuleik KKÍ með því að skora 41 stig gegn Valsmönnum og slá met í fjölda þriggja stiga karfa (12/15) og nýtingu (80%) hjá íslenskum leikmanni í úrvalsdeildinni. Grindvíkingar sigruðu örugglega 94-110 og alls skoruðu þeir úr 24 þriggja stiga skotum (72 stig) í leiknum.