Kærustuparið best hjá Keflavík
 Keflvíkingar blésu til lokahófs körfuknattleiksdeildarinnar í vikunni og var mikið um sprell og gleði. Jón Halldór Eðvaldsson hélt um veislustjórn og gerði það af mikilli fagmennsku og dansaði oft á línunni í efni sínu. Valdir voru þeir leikmenn sem þjálfurum þóttu bestir og efnilegastir ásamt því að úrvalsliðið var valið.
Keflvíkingar blésu til lokahófs körfuknattleiksdeildarinnar í vikunni og var mikið um sprell og gleði. Jón Halldór Eðvaldsson hélt um veislustjórn og gerði það af mikilli fagmennsku og dansaði oft á línunni í efni sínu. Valdir voru þeir leikmenn sem þjálfurum þóttu bestir og efnilegastir ásamt því að úrvalsliðið var valið. 
Það kom kannski fáum á óvart að kærustuparið Magnús Þór Gunnarsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru valin best en þau áttu skínandi tímabil með sínum liðum í vetur.  Efnilegust voru svo valin þau Sara Rún Hinriksdóttir og Valur Orri Valsson.  Ásamt þessum fjórum var svo Almar Guðbrandsson valinn í úrvalslið Keflavíkur 2012. 
Kvöldið var hið veglegasta með tilheyrandi grillveislu, skemmtiatriðum frá leikmönnum og happadrætti þar sem að gömul kempa í boltanum, Kristín Blöndal gersamlega átti kvöldið og gekk út með skínandi nýjan hring á fingri.
Iphone Mynd: APM
Frétt karfan.is


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				