Kærkominn sigur Njarðvíkinga
Njarðvík sigraði Hauka 2 - 1 á Njarðtaksvellinum í kvöld.
Rafn Vilbergsson skoraði fyrra mark Njarðvíkinga á 31 mín. Á 77 mín jöfnuðu Haukar en Njarðvíkingar komust svo yfir á 87 mín með marki Marko Moravic sem kom inná fyrir Rafn Vilbergsson.
Einn leikmanna Hauka Daniel Jones lenti í slæmu samstuði við Einar Val og var fluttur á sjúkrahús þar sem úrskurðað var að hann hefði fengið heilahristing. Einar hafði stuttu áður komið inná fyrir Kristinn Björnsson sem meiddist illa.
Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Selfossi fimmtudaginn 21.ágúst, en Selfyssingar töpuðu í dag fyrir Stjörnunni 6-1.