Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:08

Kærkomið hlé

Grindvíkingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum eftir bikarsigurinn, gegn Haukum 73-60 og KR 74-82 en sigruðu á þriðjudagskvöld í Hveragerði 89-96. Brenton Birmingham er ánægður með landsliðshléð og telur Grindavíkurliðið hafa gott af því. „Við höfum ekki verið að leika sérstaklega vel, vörnin hefur verið ágæt en sóknarleikurinn taktlaus. Sjálfur hef ég verið í lægð og hvíldin á eftir að gera mér gott eitt. Þá eru nokkrir leikmenn enn að jafna sig eftir meiðsl sem fá kærkomna hvíld.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024