Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kænusiglingar í Keflavík
Kænur að leggja úr smábátahöfninni við Gróf. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 14. júlí 2022 kl. 08:35

Kænusiglingar í Keflavík

Æfingabúðir Siglingasambands Íslands 2022 voru haldnar á dögunum í samstarfi við Siglingafélagið Knörr í Reykjanesbæ. Flottur hópur efnilegra kænusiglara tók þátt í búðunum til að æfa sig og bæta siglingafærnina við strendur Reykjanesbæjar. Var m.a. haldin siglingakeppni úti fyrir smábátahöfninni í Gróf og vöktu kænurnar athygli vegfarenda þar sem þær sigldu meðfram ströndinni. Þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að var reyndar stafalogn og spegilsléttur hafflöturinn en það eru ekki bestu aðstæður þegar sigla á seglum þöndum.

„Siglingafélagið Knörr hóf aftur starfsemi nú í sumar eftir langt hlé og hefur starf þess farið vel af stað,“ segir Ögmundur Erlendsson, formaður Knarrar, og bætti við: „Fullbókað hefur verið á öll siglinganámskeið sem af er sumri og Knörr vill nota tækifærið og þakka Reykjanesbæ fyrir frábæran stuðning við að endurvekja félagið.“

Fyllsta öryggis er ávallt gætt og hefur Knörr haft gæslubát á láni hjá Brokey (Siglingafélagi Reykjavíkur) til að geta haldið siglinganámskeið í Reykjanesbæ síðastliðinn mánuð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók fleiri myndir sem má sjá í myndasafni neðst á síðunni.

Kænusiglingar í Keflavík | Júní 2022