KA og Grindavík skiptust á þjálfurum - Túfa til UMFG
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við Srdjan Tufegdzic (Túfa) um þjálfun meistaraflokks karla næstu þrjú árin. Túfa tekur við af Óla Stefáni sem fór til KA nýverið og má því segja að félögin hafi haft makaskipti á þjálfurum.
Túfa var þjálfari hjá KA frá 2016 og þar á undan leikmaður hjá þeim frá árinu 2005. „Túfa er ungur og metnaðarfullur þjálfari og vonumst við til þess að samstarfið verði farsælt. Við viljum bjóða hann velkominn til starfa hjá Grindavík,“ segir í frétt frá UMFG.