K-klúbburinn og Sportmenn á fulla ferð
Nú styttist óðum í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar en við byrjum með sannkölluðum stórleik, heimaleik gegn Íslandsmeisturum FH mánudaginn 11. maí. Stuðningsmenn okkar eru líka komnir á fulla ferð eins og leikmenn og aðstandendur liðsins.
K-klúbburinn er kominn af stað og þar geta menn fengið ársmiða á leiki Keflavíkur gegn vægu gjaldi. Innifalið er fundur með þjálfara fyrir leik, veitingar í hálfleik og margt fleira. Nánari upplýsingar veitir Þorgrímur í síma 860-5281 eða á [email protected].
Sportmenn héldu aðalfund sinn í vikunni og ætla sér stóra hluti í sumar eins og undanfarin ár. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu og styðja um leið Keflavíkurliðið geta haft samband við Gísla í síma 892-3888.