Juraj til Keflavíkur
Króatinn marksækni spilar með Keflvíkingum í Inkasso deildinni
Keflvíkingar hafa samið við Króatíska leikmanninn Juraj Grizelj um að spila með þeim í Inkasso-deildinni í fótbolta í sumar. Juraj kom fyrst til Íslands 2013 og spilaði 44 leiki með Grindavík tímabilin 2013-2014 og skoraði þá 21 mark í deild og bikar. Árin 2015-2016 spilaði hann 41 leik með KA í deild og bikar og skoraði 9 mörk með þeim í deild og bikar en hann var einnig iðinn við að leggja upp fyrir samherja sína.