Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Julia Demirer til liðs við Njarðvíkinga
Mánudagur 24. janúar 2011 kl. 10:52

Julia Demirer til liðs við Njarðvíkinga



Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkurkvenna hefur fengið til liðs við grænar miðherjann Juliu Demirer sem er Íslendingum að góðu kunn enda miðherji í silfurliði Hamars á síðustu leiktíð. Upphaflega stóð til að Julia myndi fylla skarð Ditu Liepkalne sem hefur verið meidd lungann af leiktíðinni en Dita er á batavegi og Julia því komin í grænt sem viðbótarleikmaður. Þessu er greint frá á karfan.is.

,,Okkur vantaði sterkan leikmann í teiginn því við erum með margar ungar sem hafa spilað mikið og skilað fínum mínútum en okkur vantaði þessa stöðu og hefur vantað í allan vetur,” sagði Sverrir Þór í samtali við Karfan.is.

,,Julia er komin til að hjálpa okkur í lokabaráttunni, við erum að reyna að komast í úrslitakeppnina, á sama tíma er stutt í botninn og við erum líka í fjögurra liða úrslitum í bikarkeppninni,” sagði Sverrir og ætti Julia að geta hjálpað þar til enda með 19,8 stig, 13,3 fráköst og 2,2 stoðsendingar í 17 deildarleikjum með Hamri á síðustu leiktíð.

Julia er komin til landsins og verður með Njarðvíkingum gegn KR í kvöld.
Fyrir hjá liðinu eru erlendu leikmennirnir Shayla Fields og Dita Liepkalne.

www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024