Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Júlía aftur í grænt
Mynd umfn.is. Júlía og Ása.
Miðvikudagur 10. október 2018 kl. 09:29

Júlía aftur í grænt

Njarðvíkingar styrkja sig fyrir komandi átök í 1. deild

Júlía Scheving Steindórsdóttir hefur snúið aftur á heimaslóðir eftir tímabil í Stykkishólmi og mun leika með Njarðvíkingum í 1. deild kvenna í körfubolta í vetur. Einnig munu Njarðvíkingar njóta krafta Ásu Böðvarsdóttur Taylor sem gerði samning við félagið. Njarðvíkingar hófu leiktíðina á ósigri gegn grönnum sínum frá Grindavík og eiga ærið verkefni fyrir höndum enda liðið skipað ungum leikmönnum. Fyrsti heimaleikur Njarðvíkur er 13. Október gegn Hamri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024