Júdónámskeið í Akademíunni
Magnús Hersir Hauksson verður með júdó- og sjálfsvarnaræfingar í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ á föstudögum í vetur. Æfingarnar verða á léttu nótunum og eru ætlaðar bæði körlum og konum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 863 0171 hjá Magnúsi.
Magnús kennir júdó við akademíuna sem hefst nú í næstu viku en framundan eru bjartir tímar hjá júdódeild Þróttar í Vogum þar sem til stendur að vígja nýja álmu við Íþróttamiðstöðina í Vogum. ,,Þar mun félagsmiðstöðin Boran hafa aðsetur og í kjallaranum verður aðstaða fyrir gesti á tjaldstæðinu. Með tilkomu nýju álmunnar verður mikil bylting á okkar högum í júdódeildinni,” sagði Magnús í samtali við Víkurfréttir.