Júdókennsla í Íþróttaakademíunni
Nemendur við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ hafa síðastliðinn hálfan mánuð lagt stund á Júdó undir handleiðslu Magnúsar Haukssonar júdókappa og formanns júdódeildar Þróttar í Vogum.
Um er að ræða þriggja vikna námskeið hjá nemendum Akademíunnar þar sem farið er í öll helstu undirstöðuatriði íþróttarinnar. Magnúsi til halds og trausts í dag var landsliðsþjálfarinn Bjarni Friðriksson, margfaldur Íslandsmeistari og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum 1984 í Los Angeles.
Verklegi þáttur námsins hefur farið fram á þriðjudögum og fimmtudögum s.l. hálfan mánuð en svo skila nemendur inn umsögunum og verkefnum tengdum æfingunum. Næsta vika er síðasta vikan sem júdóið verður tekið fyrir en lokahnykkurinn verður Afmælismót Júdósambands Íslands sem haldið verður í Íþróttaakademíunni helgina 28. – 29. janúar.
Magnús hélt mótið einmitt í fyrra og tókst það með miklum ágætum og nú er svo búið að Júdódeild Þróttar í Vogum haldi mótið enn á ný en í þetta skipti innan veggja Akademíunnar.
Ekki var annað að sjá en að nemendur við akademíuna hefðu skemmt sér hið besta á júdóæfingunni þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit við.
Smellið hér til að skoða myndagallerí frá júdóæfingunni í dag
VF-myndir/ JBÓ
Um er að ræða þriggja vikna námskeið hjá nemendum Akademíunnar þar sem farið er í öll helstu undirstöðuatriði íþróttarinnar. Magnúsi til halds og trausts í dag var landsliðsþjálfarinn Bjarni Friðriksson, margfaldur Íslandsmeistari og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum 1984 í Los Angeles.
Verklegi þáttur námsins hefur farið fram á þriðjudögum og fimmtudögum s.l. hálfan mánuð en svo skila nemendur inn umsögunum og verkefnum tengdum æfingunum. Næsta vika er síðasta vikan sem júdóið verður tekið fyrir en lokahnykkurinn verður Afmælismót Júdósambands Íslands sem haldið verður í Íþróttaakademíunni helgina 28. – 29. janúar.
Magnús hélt mótið einmitt í fyrra og tókst það með miklum ágætum og nú er svo búið að Júdódeild Þróttar í Vogum haldi mótið enn á ný en í þetta skipti innan veggja Akademíunnar.
Ekki var annað að sjá en að nemendur við akademíuna hefðu skemmt sér hið besta á júdóæfingunni þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit við.
Smellið hér til að skoða myndagallerí frá júdóæfingunni í dag
VF-myndir/ JBÓ