Júdodeild UMFN ungar út afreksfólki í greininni
Njarðvíkingar voru sigursælir á vormóti Júdósambands Íslands en sex keppendur mættu til leiks að þessu sinnu frá félaginu. Mótið er ætlað fullorðnum og er það þriðja stærsta hjá JSI en Njarðvíkingar höfnuðu í öðru sæti liða á mótinu.
Hinn ungi Halldór og Michael Weaver áttust við í baráttunni um þriðja sætið í -90kg flokki og svo fór eftir ansi skemmtilega viðureign að Halldór sigrar á fallegum armlás. Bjarni Darri Sigfússon keppti í -73kg flokki og sigraði allar glímurnar sínar örugglega, nema úrslitaglímuna en þar laut hann í lægra haldi fyrir hinum magnaða Gísla Vilborgarsyni.
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir barðist til úrslita í -70kg flokki kvenna og krækti hún í annað sætið eftir mikla baráttu. Ægir Már Baldvinsson sigraði sinn flokk eftir erfiðar viðureignir. Í úrslitabardaganum áttist hann við einn af sterkari júdómönnum þjóðarinnar Dofra Vikar Bragason. Rimmann var tvísýn en að lokum náði Ægir að yfirbuga Dofra.
Fjórir efstir á styrkleikalista JSI
Með þessum árangri hefur deildin stimplað sig rækilega inn í efstu deild júdóíþróttarinnar því að Njarðvík varð í öðru sæti liða á eftir sterkasta liða síðustu ára Júdofélagi Reykjavíkur. Með þessum árangri eru Bjarni, Heiðrún og Ægir búin að búin að vinna sig upp um sæti á styrkleikalista í fullorðins flokki og eru nú öll í topp þremur. Þau eru líka öll ásamt Catarinu Costa í efsta sæti styrkleikalistans í unglingflokki.
Á leið á EM í Wrestling (gouren og Backhold)
Bjarni Darri og Ægir eru svo að ljúka undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í fangi (wrestling).
Þeir mættu á landsliðsæfingu þar sem Guðmundur Stefán Gunnarsson þjálfari UMFN og landsliðsþjálfari í þessu verkefni og Ólafur Oddur Sigurðsson framkvæmdastjóri Glímusambands Íslands.