Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Júdódeild Njarðvíkur krækti í sex Íslandsmeistaratitla
Efri röð frá vinstri: Gunnar Örn, Ingólfur, Jana Lind og Jóel Helgi. Neðri röð frá vinstri: Daníel Dagur og Ægir Már.
Laugardagur 20. apríl 2019 kl. 14:00

Júdódeild Njarðvíkur krækti í sex Íslandsmeistaratitla

Það voru níutíu keppendur frá níu klúbbum sem mættu til leiks í dag á Íslandsmóti yngri aldursflokka sem fór fram í aðstöðu júdódeildar Ármanns. Mótið fór vel fram og var velskipulagt. Judódeildin nældi sér í fjórtán verðlaun, sex Íslandsmeistaratitla, þrjú silfur- og fimm bronsverðlaun.

Stúlknastarfið er strax farið að skila sér því Mariam Elsayed Badawy varð önnur í flokki 11–12 ára stúlkna og Birta Rós Vilbertsdóttir nældi sér í brons í sama flokki. Rinesa Sopi gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk og varð því fyrsti Íslandsmeistari deildarinnar í flokki 11–12 ára stúlkna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helgi Þór Guðmundsson og Styrmir Arngrímsson lentu í þriðja sæti, hvor í sínum þyngdarflokki, í flokki 11–12 ára drengja. Jóhannes Pálsson varð svo Íslandsmeistari í flokki 13–14 ára drengja. Viljar Goði Sigurðsson varð svo annar í sama flokki.

Í flokki 15–17 ára varð Gunnar Örn Guðmundsson þriðji í flokki -73 kg flokki, Daníel Dagur sigraði í -55 kg flokki í og Ingólfur Rögnvaldsson sýndi snilldartakta og sigraði í -66 kg flokki.

Í flokki 18–20 ára sigruðu þeir Ægir Már Baldvinsson í -60kg flokki og Ingólfur Rögnvaldsson í 66kg flokki. Jana Lind Ellertsdóttir, glímudrottning og handhafi Freyjumensins, varð önnur í -63 kg flokki en hún keppti einn þyngdarflokk upp fyrir sig.

Gunnar Örn varð svo þriðji í -73 kg flokki sem var ógnarsterkur að þessu sinni.
Vert er að taka fram að Ingólfur og Gunnar Örn kepptu báðir aldursflokk upp fyrir sig.


Efri röð frá vinstri: Helgi Þór, Viljar Goði, Jóhannes og Rinesa.
Neðri röð frá vinstri: Birta Rós, Mariam og Styrmir.