Jósef skoraði með U 19 liðinu
Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson var á skotskónum með U 19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði Belga 3-1. Jósef gerði eitt mark í leiknum í sigrinum en hann vakti verðskuldaða athygli með gulum í 1. deildinni í sumar.
Ísland tapaði fyrir Englendingum 5-1 um helgina og mætir síðan Rúmenum á miðvikudag. Með sigri gegn Rúmeníu kemst íslenska liðið í milliriðil í undankeppni Evrópumótsins.
VF-Mynd/ [email protected] - Jósef í leik gegn Þrótti með Grindvíkingum í sumar.