Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jósef og Helga íþróttafólk Grindavíkur 2010
Laugardagur 1. janúar 2011 kl. 15:17

Jósef og Helga íþróttafólk Grindavíkur 2010

Jósef Kristinn Jósefsson knattspyrnumaður og körfuknattleikskonan Helga Hallgrímsdóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2010 á glæsilegu hófi í Saltfisksetrinu á gamlársdag. Jósef var lykilmaður í knattspyrnuliði Grindavíkur í sumar og lék með U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér sæti í úrslitum EM næsta sumar. Helga er fyrirliði körfuknattleiksliðs Grindavíkur og burðarás liðsins.

Þetta er annað árið í röð sem kjörið er kynjaskipt. Starf UMFG var í miklum blóma á árinu enda kraftmiklar deildir sem þar eru. Fimm titlar Íslandsmeistaratitlar komu í hús á árinu, þar af þrír í einstaklingsíþróttum, og einn bikarmeistaratitill. UMFG og afrekssjóður Grindavíkur stóðu fyrir kjörinu. Fjölmenni var við afhendinguna. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri afhenti íþróttafólki ársins verðlaunin að þessu sinni en Kristinn Reimarsson, frístunda- og menningarfulltrúi, stýrði samkomunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta kemur fram á vef Grindavíkur og má lesa nánar um athöfnina hér.


Efri mynd: Róbert Ragnasson bæjarstjóri, Jósef Kristinn Jósefsson knattspyrnumaður og íþróttamaður ársins og Helga Hallgrímsdóttir körfuknattleikskona og íþróttakona ársins.

Neðri mynd tilnefndir íþróttamenn: Bergvin Ólafarason frá körfuknattleiksliði ÍG, Björn Lúkas Haraldsson frá taekwondódeild og júdódeild, Davíð Arthur Friðriksson frá Golfklúbbi Grindavíkur, Hilmar Örn Benediktsson frá sunddeildinni, Guðlaugur Eyjólfsson frá körfuknattleiksdeildinni, Páll Axel Vilbergsson frá körfuknattleiksdeildinni, Jósef Kristinn Jósefsson frá knattspyrnudeildinni og Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar sem tók við tilnefningunni fyrir Gilles Mbang Ondo.

Myndir af vef Grindavíkur/grindavik.is