Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jósef framlengir við UMFG
Mánudagur 2. júlí 2007 kl. 10:54

Jósef framlengir við UMFG

Knattspyrnudeild UMFG og Jósef Kristinn Jósefsson undirrituðu nýjan 3 ára samning á laugardag. 


Jósef sem er 17 ára er einn af efnilegri knattspyrnumönnum landsins hefur leikið vel það sem af er sumars með Grindavík og á einnig að baki 7 leiki með U-17 ára landsliðinu.

Fyrir ári síðan var hann yngstur leikmanna til að skrifa undir hjá Grindavík og segir Jón H Gíslason, formaður knattspyrnudeildarinnar, á heimasíðu félagsins að um sé að ræða „tímamóta samning við ungan og efnilegan leikmann sem á alla framtíðina fyrir sér“. Hann bætti við að Jósef sé einn af mörgum ungum og efnilegum leikmönnum sem Grindvíkingar hafi innan sinna raða sem munu styrkja liðið í framtíðinni.

Jósef hefur á undanförnu ári verið boðið til æfinga hjá AZ Alkmar í Hollandi, Ejsberg og AGF í Danmörku en segist vilja sanna sig hér fyrst áður en hann fer út enda ungur að árum. „Ég er mjög ánægður með að hafa framlengt samningnum en það er númer 1,2 og 3 að spila með Grindavík og komast aftur upp í efstu deild,“ er haft eftir Jósef á www.umfg.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024