Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jósef ekkert leikið í Búlgaríu
Miðvikudagur 25. maí 2011 kl. 09:26

Jósef ekkert leikið í Búlgaríu

- Glímir við meiðsli í hné

Jósef Kristinn Jósefsson, knattspyrnumaður úr Grindavík hefur ekkert náð að leika með búlgarska liðinu Chernomorets Burgas sem hann gekk til liðs við í vetur. Jósef hefur verið að glíma við meiðsl í hné en hann en nú staddur hér á landi. „Ég kom heim til að fá bót meina minna. Þetta hefur sett strik í reikninginn hjá mér en ég vonast til að komast fljótlega af stað aftur,“ sagði Jósef í samtalið við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að búlgarska liðið hafi ekki staðið í skilum varðandi það að greiða leikmönnum laun og þá munu Grindvíkingar ekki hafa fengið nema hluta af kaupverðinu fyrir Jósef greitt. Jósef sagðist ekki vilja tjá sig um þau mál en hann einbeitir sér að því koma sér í stand fyrir Evrópumót 21. árs landsliða en hann er í 40 manna hóp Íslands. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag.


[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024