Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jósef á bekknum gegn Úkraínu í dag
Fimmtudagur 24. mars 2011 kl. 16:00

Jósef á bekknum gegn Úkraínu í dag

Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson, leikmaður Burgas í Búlgaríu, er ekki í byrjunarliði U21 árs landsliðs karla en Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnti byrjunarliðið fyrir vináttuleikinn gegn Úkraínu í dag.

Leikurinn hefst kl. 17:30 í dag en tíu leikmenn úr U21 árs landsliðinu eru á Kýpur með A-landsliðinu og því fá aðrir leikmenn að spreyta sig í dag. Jósef mun byrja leikinn á bekknum en það er aldrei að vita hvort hann fái sparka aðeins í boltann þegar líða tekur á leikinn.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024