Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jones mun ekki leika með Njarðvík
Þriðjudagur 31. júlí 2012 kl. 11:30

Jones mun ekki leika með Njarðvík

Greint var frá því á dögunum að Njarðvíkingar væru búnir að semja við tvo erlenda leikmenn sem leika áttu með liðinu á næstu leiktíð í Dominos´s deildinni í körfubolta karla. Annar þeirra var framherjinn Jonathan Jones en svo virðist sem kappinn hafi fengið einhverja bakþanka og ætli sér ekki að mæta til leiks á komandi tímabili. „Við erum með undirritaðan samning við Jones en ég hef ekki fengið neinar ástæður fyrir því af hverju hann hafi hætt við,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Auðvitað hugsaði ég um að það væri líklega mjög kalt á Íslandi fyrst landið heitir Ísland og það er nokkuð ljóst að allar ermasíðu peysur og buxur sem ég á munu fara í töskuna þegar ég fer yfir hafið. Hvað varðar mig þá hlakkar mig til að koma til Njarðvíkur og byggja ofaná mína körfubolta hæfileika og gera það sem Einar biður mig um.  Ég hef heyrt að deildin sé bara nokkuð sterk og ég muni koma til með að kljást við góða bakverði og framherja á Íslandi,“ sagði Jonathan Jones í samtali við Karfan.is rétt eftir að kunngert var um ráðningu hans.

Einar kvaðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af þessum málum þar sem Njarðvíkingar hafi komið sér upp góðum gangabanka með fjölda leikmanna og nú sé leit hafin af eftirmanni Jones. „Við erum kátir með að þetta gerist núna en ekki á miðju tímabili,“ sagði Einar. Aðspurður um hvort á listanum væru einhver nöfn sem Íslendingar könnuðust við eða hefðu leikið hér áður sagði hann að svo væri ekki.