Jónas og Hrefna best í Keflavík
Þau Hrefna Guðmundsdóttir og Jónas Guðni Sævarsson voru kjörin bestu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna á lokahófi knattspyrnudeildar Keflavíkur í Stapa um liðna helgi.
Þar voru einnig veittar fjölmargar aðrar viðurkenningar og fylgja þær helstu hér á eftir:
2. fl. karla:
Besti félaginn: Heiðar Arnarsson.
Mestu framfarir: Garðar Eðvaldsson.
Besti leikmaðurinn: Ólafur Berry.
Mfl. kvenna:
Besti félaginn: Ágústa Jóna Heiðdal.
Efnilegasti leikmaðurinn: Elísabet Ester Sævarsdóttir.
Besti leikmaðurinn: Hrefna Guðmundsdóttir.
Gullskór: Nína Ósk Kristinsdóttir 9 mörk.
Silfurskór: Vesna Smiljkowic 5 mörk.
Mfl. karla:
Besti félaginn: Guðmundur Steinarsson.
Efnilegasti leikmaðurinn: Baldur Sigurðsson.
Besti leikmaðurinn: Jónas Guðni Sævarsson.
Gullskór: Hörður Sveinsson, 9 mörk.
Silfurskór: Guðmundur Steinarsson, 7 mörk.
Myndir/Jón Örvar